Leikmenn Chelsea skammast sín mikið eftir rasskellinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 10:30 David Luiz og félagar í Chelsea í leiknum á sunnudaginn. Getty/Alex Livesey Ensku fjölmiðlarnir keppast nú við að hlera herbúðir Chelsea eftir rassskellinn á móti Manchester City um helgina þar sem Chelsea „slapp“ með 6-0 tap. Sky Sports News slær því upp að leikmenn Chelsea skammast sín mikið eftir þetta tap en City-liðið komst í 4-0 eftir aðeins 25 mínútna leik. Eftir það var leikurinn aðeins formsatriði en tapið gat þó verið stærra.Chelsea's players are "deeply embarrassed" by their performance in the 6-0 defeat at Manchester City, Sky Sports News has been told.https://t.co/5zpd3pMGNe — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 12, 2019 Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð knattspyrnustjórans Maurizio Sarri eftir þetta mikla áfall á Ethiad og fréttamenn Sky Sports reyndu að kanna skoðun leikmanna liðsins á stjóranum. Þar kom fram að samkomulag leikmanna og stjórans sé hvergi nærri því eins og slæmt og þegar Antonio Conte var stjóri liðsins á síðustu leiktíð. Nokkrir leikmenn gerðu athugasemdir við leikskipulag Ítalans en meirihlutinn hefur enn trú á honum og hans aðferðum. Liðsfundir hafa verið hjá Chelsea í vikunni eftir þennan rassskell í Manchester og fréttir þaðan eru að leikmennirnir séu staðráðnir að snúa þessu gengi við. Chelsea er enn þá með í þremur bikarkeppnum og í baráttu við Manchester United og Arsenal um Meistaradeildarsæti. Chelsea er aðeins einu stigi frá fjórða sætinu og staðan er því ekki slæm þótt spilamennskan að undanförnu sé langt frá því að vera sannfærandi. Roman Abramovich er þekktur fyrir að reka stjóra sína enda hefur hann haft tólf knattspyrnustjóra síðan að hann eignaðist Chelsea árið 2003. Starf Maurizio Sarri er því alltaf í hættu en það lítur út fyrir að hann fái aðeins meiri tíma. Bætist fleiri slæm úrslit og skellir við í framhaldinu þá er hætt við því að Abramovich fari að leita að stjóra númer þrettán. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira
Ensku fjölmiðlarnir keppast nú við að hlera herbúðir Chelsea eftir rassskellinn á móti Manchester City um helgina þar sem Chelsea „slapp“ með 6-0 tap. Sky Sports News slær því upp að leikmenn Chelsea skammast sín mikið eftir þetta tap en City-liðið komst í 4-0 eftir aðeins 25 mínútna leik. Eftir það var leikurinn aðeins formsatriði en tapið gat þó verið stærra.Chelsea's players are "deeply embarrassed" by their performance in the 6-0 defeat at Manchester City, Sky Sports News has been told.https://t.co/5zpd3pMGNe — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 12, 2019 Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð knattspyrnustjórans Maurizio Sarri eftir þetta mikla áfall á Ethiad og fréttamenn Sky Sports reyndu að kanna skoðun leikmanna liðsins á stjóranum. Þar kom fram að samkomulag leikmanna og stjórans sé hvergi nærri því eins og slæmt og þegar Antonio Conte var stjóri liðsins á síðustu leiktíð. Nokkrir leikmenn gerðu athugasemdir við leikskipulag Ítalans en meirihlutinn hefur enn trú á honum og hans aðferðum. Liðsfundir hafa verið hjá Chelsea í vikunni eftir þennan rassskell í Manchester og fréttir þaðan eru að leikmennirnir séu staðráðnir að snúa þessu gengi við. Chelsea er enn þá með í þremur bikarkeppnum og í baráttu við Manchester United og Arsenal um Meistaradeildarsæti. Chelsea er aðeins einu stigi frá fjórða sætinu og staðan er því ekki slæm þótt spilamennskan að undanförnu sé langt frá því að vera sannfærandi. Roman Abramovich er þekktur fyrir að reka stjóra sína enda hefur hann haft tólf knattspyrnustjóra síðan að hann eignaðist Chelsea árið 2003. Starf Maurizio Sarri er því alltaf í hættu en það lítur út fyrir að hann fái aðeins meiri tíma. Bætist fleiri slæm úrslit og skellir við í framhaldinu þá er hætt við því að Abramovich fari að leita að stjóra númer þrettán.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira