Hátt í þrjátíu börn á biðlista eftir heimameðferð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:06 Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. Stöð 2 Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi. Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi.
Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira