Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:08 Frambjóðendurnir Olaf Scholz og Klara Geywitz, og Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken. Getty Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti. Þýskaland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti.
Þýskaland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira