Lögreglan varar við slóttugum PIN-þjófum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:09 Óprúttnir aðilar hafa stolið greiðslukortum af eldri konum og tekið peninga af reikningunum þeirra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum. Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum.
Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira