„Viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 14:15 Melkorka segir að hringurinn hafi mjög tilfinningalegt gildi. Mynd/Kristín Jónsdóttir „Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“ Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“
Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent