Þvinganir gegn Tyrkjum þar til bandarískum presti verður sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2018 16:02 Presturinn Andrew Brunson hefur setið í fangelsi í Tyrklandi í eitt og hálft ár. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent