Þvinganir gegn Tyrkjum þar til bandarískum presti verður sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2018 16:02 Presturinn Andrew Brunson hefur setið í fangelsi í Tyrklandi í eitt og hálft ár. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira