Matt Le Tissier velur „ótrúlegt mark“ Gylfa það besta á árinu 2018 Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað þau nokkur ansi glæsileg. getty/Malcolm Couzens Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að mati Southampton-goðsagnarinnar Matt Le Tissier sem starfar sem sparkspekingur á Sky Sports í dag. Le Tissier er hluti af teyminu í einum vinsælasta fótboltaþætti Bretlands, Soccer Saturday, þar sem að hann, Paul Merson, Phil Thompson og Charlie Nicholas fylgjast með öllu sem gerist í ensku deildunum í leikjunum sem hefjast klukkan 15.00 og lýsa því sem gerist því engum leik er sjónvarpað í Englandi á þeim tíma. Fjórmenningarnir fengu það verkefni að velja mark ársins 2018 í ensku úrvalsdeildinni og Le Tissier valdi ótrúlegt mark Gylfa á móti Leicester á útivelli í áttundu umferð yfirstandandi tímabils.„Ég verð að segja að mark Gylfa Sigurðssonar er það besta. Hann skoraði ótrúlegt mark á móti Leicester fyrir nokkrum vikum þar sem að hann tók smá Cruyff-snúning á miðjum vellinum og þrumaði boltanum svo í skeytin af 20-25 metra færi. Þetta var ein af þessum rosalegu stundum,“ segir Le Tissier um markið sem Gylfi skoraði 6. október. Paul Merson valdi mark Ilkay Gündogan fyrir Manchester City á móti Manchester United þar sem að liðið hélt boltanum ótrúlega vel áður en Þjóðverjinn skoraði en Phil Thompson og Charlie Nicholas völdu mark Aaron Ramsey á móti Fulham sem Walesverjinn skoraði einnig eftir magnaðan samleik Arsenal-liðsins. Gylfi Þór og Aaron Ramsey skoruðu þessi glæsilegu mörk sín í sömu umferðinni í byrjun október en Gündogan skoraði sitt mark í sigri City í lok nóvember á móti Manchester United.Fulham - Arsenal 1-5Manchester City - Manchester United 1-3 Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að mati Southampton-goðsagnarinnar Matt Le Tissier sem starfar sem sparkspekingur á Sky Sports í dag. Le Tissier er hluti af teyminu í einum vinsælasta fótboltaþætti Bretlands, Soccer Saturday, þar sem að hann, Paul Merson, Phil Thompson og Charlie Nicholas fylgjast með öllu sem gerist í ensku deildunum í leikjunum sem hefjast klukkan 15.00 og lýsa því sem gerist því engum leik er sjónvarpað í Englandi á þeim tíma. Fjórmenningarnir fengu það verkefni að velja mark ársins 2018 í ensku úrvalsdeildinni og Le Tissier valdi ótrúlegt mark Gylfa á móti Leicester á útivelli í áttundu umferð yfirstandandi tímabils.„Ég verð að segja að mark Gylfa Sigurðssonar er það besta. Hann skoraði ótrúlegt mark á móti Leicester fyrir nokkrum vikum þar sem að hann tók smá Cruyff-snúning á miðjum vellinum og þrumaði boltanum svo í skeytin af 20-25 metra færi. Þetta var ein af þessum rosalegu stundum,“ segir Le Tissier um markið sem Gylfi skoraði 6. október. Paul Merson valdi mark Ilkay Gündogan fyrir Manchester City á móti Manchester United þar sem að liðið hélt boltanum ótrúlega vel áður en Þjóðverjinn skoraði en Phil Thompson og Charlie Nicholas völdu mark Aaron Ramsey á móti Fulham sem Walesverjinn skoraði einnig eftir magnaðan samleik Arsenal-liðsins. Gylfi Þór og Aaron Ramsey skoruðu þessi glæsilegu mörk sín í sömu umferðinni í byrjun október en Gündogan skoraði sitt mark í sigri City í lok nóvember á móti Manchester United.Fulham - Arsenal 1-5Manchester City - Manchester United 1-3
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira