Solskjær ætlar ekki að breyta um fyrirliða hjá United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 17:45 Antonio Valencia með fyrirliðabandið. Getty/Quality Sport Images Ole Gunnar Solskjær, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Ekvadoranum. Hægri bakvörðurinn Antonio Valencia verður því áfram fyrirliði Manchester United þegar hann kemur til baka úr meiðslum. „Antonio er fyrirliði liðsins þegar hann er leikfær. Hann þarf nú að fara í gegnum nokkrar erfiðar æfingar til að hann sé klár fyrir annasamar vikur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það eru ekki til margir betri hægri bakverðir og þið munuð sjá hann vera með fyrirliðabandið,“ sagði Solskjær.Ole Gunnar Solskjaer confirms @Anto_V25 will remain #MUFC captain: "When he's properly fit and playing, he'll wear the armband." pic.twitter.com/OSWaN5Y5bs — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Antonio Valencia var fyrirliði Manchester United á síðasta tímabili en hann tók við þeim skyldum af Michael Carrick. Á undan Carrick var Wayne Rooney aðalfyrirliði United liðsins. Michael Carrick spilaði hinsvegar ekki mikið á tíma sínum sem fyrirliði og því kom það mikið í hlut Valencia að bera fyrirliðabandið. Carrick hætti síðan síðasta vor og Antonio Valencia tók formlega við sem aðalfyrirliði Manchester United. Hann er fyrsti aðalfyrirliði í sögu Manchester United sem er ekki frá Evrópu.Antonio Valencia was appointed permanent #mufc captain by Jose Mourinho and will keep the role under Ole Gunnar Solskjaer https://t.co/3zv1Cl1EVA — Man United News (@ManUtdMEN) December 28, 2018Antonio Valencia hefur ekki spilað með Manchester United í deildinni síðan í september en hefur verið fyrirliði í þeim fjórum deildarleikjum sem hann hefur spilað. Bakvörðurinn Ashley Young (á móti Cardiff) og markvörðurinn David De Gea (á móti Huddersfield) hafa verið með fyrirliðabandið í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Young var líka fyrirliðinn í síðustu deildarleikjum Jose Mourinho. Aðrir sem hafa borið fyrirliðabandið hjá United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eru Chris Smalling og Paul Pogba.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United: Bryan Robson 1982–1994 Steve Bruce 1992–1996 Eric Cantona 1996–1997 Roy Keane 1997–2005 Gary Neville 2005–2011 Nemanja Vidic 2011–2014 Wayne Rooney 2014–2017 Michael Carrick 2017–2018 Antonio Valencia 2018– Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Ekvadoranum. Hægri bakvörðurinn Antonio Valencia verður því áfram fyrirliði Manchester United þegar hann kemur til baka úr meiðslum. „Antonio er fyrirliði liðsins þegar hann er leikfær. Hann þarf nú að fara í gegnum nokkrar erfiðar æfingar til að hann sé klár fyrir annasamar vikur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það eru ekki til margir betri hægri bakverðir og þið munuð sjá hann vera með fyrirliðabandið,“ sagði Solskjær.Ole Gunnar Solskjaer confirms @Anto_V25 will remain #MUFC captain: "When he's properly fit and playing, he'll wear the armband." pic.twitter.com/OSWaN5Y5bs — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Antonio Valencia var fyrirliði Manchester United á síðasta tímabili en hann tók við þeim skyldum af Michael Carrick. Á undan Carrick var Wayne Rooney aðalfyrirliði United liðsins. Michael Carrick spilaði hinsvegar ekki mikið á tíma sínum sem fyrirliði og því kom það mikið í hlut Valencia að bera fyrirliðabandið. Carrick hætti síðan síðasta vor og Antonio Valencia tók formlega við sem aðalfyrirliði Manchester United. Hann er fyrsti aðalfyrirliði í sögu Manchester United sem er ekki frá Evrópu.Antonio Valencia was appointed permanent #mufc captain by Jose Mourinho and will keep the role under Ole Gunnar Solskjaer https://t.co/3zv1Cl1EVA — Man United News (@ManUtdMEN) December 28, 2018Antonio Valencia hefur ekki spilað með Manchester United í deildinni síðan í september en hefur verið fyrirliði í þeim fjórum deildarleikjum sem hann hefur spilað. Bakvörðurinn Ashley Young (á móti Cardiff) og markvörðurinn David De Gea (á móti Huddersfield) hafa verið með fyrirliðabandið í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Young var líka fyrirliðinn í síðustu deildarleikjum Jose Mourinho. Aðrir sem hafa borið fyrirliðabandið hjá United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eru Chris Smalling og Paul Pogba.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United: Bryan Robson 1982–1994 Steve Bruce 1992–1996 Eric Cantona 1996–1997 Roy Keane 1997–2005 Gary Neville 2005–2011 Nemanja Vidic 2011–2014 Wayne Rooney 2014–2017 Michael Carrick 2017–2018 Antonio Valencia 2018–
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira