Besti leikurinn minn var á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2018 09:00 Gianfranco Zola nýtur þess að vera aftur kominn til Chelsea. Getty/Robbie Jay Barratt Gianfranco Zola er kominn aftur til Chelsea en nú sem aðstoðarknattspyrnustjóri Maurizio Sarri. Þessi Chelsea-goðsögn rifjaði upp fótboltaferill sinn hjá Chelsea. Gianfranco Zola kom til Chelsea frá Parma í nóvember 1996 og lék á Stamford Bridge næstu sjö tímabil eða þegar hann var á aldrinum 30 til 37 ára. Zola var búinn að spila í rúmlega sjö tímabil í ítölsku A-deildinni þegar hann mætti á Stamford Bridge. Zola skoraði 16 mörk á lokatímabilinu sínu með Chelsea hann var þá markahæsti leikmaður liðsins á undan þeim Jimmy Floyd Hasselbaink (15 mörk) og Eiði Smára Guðjohnsen (10 mörk). Í nýju viðtali á samfélagsmiðlum Chelsea rifjaði Zola upp tíma sinn hjá félaginu og þá aðallega sinn besta leik að hans eigin mati.'My best match, in my opinion, that I played for this club!' Gianfranco Zola recalls the Blues' incredible FA Cup comeback victory against Liverpool in 1997! pic.twitter.com/7ReTI7ySaJ — Chelsea FC (@ChelseaFC) December 28, 2018Zola er þarna að minnast bikarleiks á móti Liverpool í fjórðu umferð keppninnar sem Chelsea vann 4-2. Þetta var einn af fyrstu leikjum Zola með Chelsea en hann fór fram 26. janúar 1997. Chelsea var 2-0 undir í hálfleik en Gianfranco Zola jafnaði metin í 2-2 og Gianluca Vialli tryggði Chelsea sigurinn með tveimur mörkum í lokin. Chelsea fór síðan alla leið og varð bikarmeistari eftir 2-0 sigur á Middlesbrough í úrslitaleik. Þetta var fyrsti titill Chelsea í 26 ár. Zola lagði upp seinna markið fyrir Eddie Newton í bikarúrslitaleiknum en Zola var kosinn leikmaður ársins á sinu fyrsta tímabili með Chelsea. Það má sjá svipmyndir frá bikarúrslitaleiknum 1997 hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira
Gianfranco Zola er kominn aftur til Chelsea en nú sem aðstoðarknattspyrnustjóri Maurizio Sarri. Þessi Chelsea-goðsögn rifjaði upp fótboltaferill sinn hjá Chelsea. Gianfranco Zola kom til Chelsea frá Parma í nóvember 1996 og lék á Stamford Bridge næstu sjö tímabil eða þegar hann var á aldrinum 30 til 37 ára. Zola var búinn að spila í rúmlega sjö tímabil í ítölsku A-deildinni þegar hann mætti á Stamford Bridge. Zola skoraði 16 mörk á lokatímabilinu sínu með Chelsea hann var þá markahæsti leikmaður liðsins á undan þeim Jimmy Floyd Hasselbaink (15 mörk) og Eiði Smára Guðjohnsen (10 mörk). Í nýju viðtali á samfélagsmiðlum Chelsea rifjaði Zola upp tíma sinn hjá félaginu og þá aðallega sinn besta leik að hans eigin mati.'My best match, in my opinion, that I played for this club!' Gianfranco Zola recalls the Blues' incredible FA Cup comeback victory against Liverpool in 1997! pic.twitter.com/7ReTI7ySaJ — Chelsea FC (@ChelseaFC) December 28, 2018Zola er þarna að minnast bikarleiks á móti Liverpool í fjórðu umferð keppninnar sem Chelsea vann 4-2. Þetta var einn af fyrstu leikjum Zola með Chelsea en hann fór fram 26. janúar 1997. Chelsea var 2-0 undir í hálfleik en Gianfranco Zola jafnaði metin í 2-2 og Gianluca Vialli tryggði Chelsea sigurinn með tveimur mörkum í lokin. Chelsea fór síðan alla leið og varð bikarmeistari eftir 2-0 sigur á Middlesbrough í úrslitaleik. Þetta var fyrsti titill Chelsea í 26 ár. Zola lagði upp seinna markið fyrir Eddie Newton í bikarúrslitaleiknum en Zola var kosinn leikmaður ársins á sinu fyrsta tímabili með Chelsea. Það má sjá svipmyndir frá bikarúrslitaleiknum 1997 hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira