Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 19:30 Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi.
Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15