Sósíalisti sópaði vonarstjörnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:57 Alexandria Ocasio-Cortez rak ódýra en öfluga grasrótarbaráttu. Vísir/getty Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018 Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018
Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira