Dómur mildaður í grófu ofbeldismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 16:36 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Brotin voru framin 2014 en maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í janúar á síðasta ári. Dráttur á útgáfu ákæru í málinu er ástæða þess að Landsréttur mildaði dóminn yfir manninum í þrjú ár.Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms á sínum tímaen maðurinn hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu. Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull.Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi Héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en staðfestur að öðru leyti. Maðurinn krafðist hins vegar sýknu.Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þegar kom að sakfellingu mannsins. Dómurinn var hins vegar mildaður líkt og áður segir vegna þess hversu langan tíma tók að gefa út ákæru í málinu.Í dómi Landsréttar segir að brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir voru framin á tímabilinu 27. mars til 25. apríl 2014. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en 16.ágúst 2016 eða um 28 mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað.Engar skýringar hafi verið gefnar um það hver væri ástæða tafanna en í lögum er kveðið á um að ákærendum beri að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er, en sama skylda hvílir á þeim, sem rannsaka sakamál.Að teknu tilliti til þess var dómurinn mildaður um sex mánuði auk þess sem að maðurinn þarf að greiða konunni 2 milljónir í miskabætur en héraðsdómur hafði dæmt konunni þrjár milljónir.Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Brotin voru framin 2014 en maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í janúar á síðasta ári. Dráttur á útgáfu ákæru í málinu er ástæða þess að Landsréttur mildaði dóminn yfir manninum í þrjú ár.Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms á sínum tímaen maðurinn hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu. Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull.Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi Héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en staðfestur að öðru leyti. Maðurinn krafðist hins vegar sýknu.Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þegar kom að sakfellingu mannsins. Dómurinn var hins vegar mildaður líkt og áður segir vegna þess hversu langan tíma tók að gefa út ákæru í málinu.Í dómi Landsréttar segir að brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir voru framin á tímabilinu 27. mars til 25. apríl 2014. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en 16.ágúst 2016 eða um 28 mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað.Engar skýringar hafi verið gefnar um það hver væri ástæða tafanna en í lögum er kveðið á um að ákærendum beri að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er, en sama skylda hvílir á þeim, sem rannsaka sakamál.Að teknu tilliti til þess var dómurinn mildaður um sex mánuði auk þess sem að maðurinn þarf að greiða konunni 2 milljónir í miskabætur en héraðsdómur hafði dæmt konunni þrjár milljónir.Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30