Felur starfshópi að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Rektor Háskóla Íslands og rektor Háskólans á Akureyri hafa kallað eftir breyttu skattaumhverfi fyrir sjóði sem styðja fræðasamfélagið. Vísir/ernir Áformað er að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts. „Óaðskiljanlegur hluti af því verkefni verður kortlagning á þeim aðilum sem í dag eru skattskyldir, þar með talið á hvers kyns sjóðum sem undir lögin falla, jafnframt því að horfa til skattareglna í nágrannalöndunum. Ekki er útilokað að beinn stuðningur einstaklinga og lögaðila í formi frádráttar frá tekjuskattstofni komi einnig til skoðunar í því samhengi,“ segir í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að niðurstaða á úttekt sem Deloitte vann fyrir Háskóla Íslands benti til þess að styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi væru ekki samkeppnisfærir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.Bjarni BenediktssonÁstæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Dæmi var tekið af Eimskipasjóði Háskóla Íslands sem greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Það er mat sérfræðings Deiloitte að væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meira fé í styrki.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hefur síðan bent á að í mörgum ríkjum fái fyrirtæki eða einstaklingar, sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi, oft skattaafslátt á móti. Bjarni Benediktsson vekur athygli á því í svari sínu að ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verði teknir til endurskoðunar, eins og sjá megi í nýframkominni fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin. „Ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verða til endurskoðunar næstu árin, eins og sjá má í fjármálaáætluninni fyrir tímabilið 2019-2023, til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila). Þar verður meðal annars horft til þess að gera Ísland samkeppnishæfara í alþjóðlegum samanburði, auk þess að gera skattheimtu einfaldari, skilvirkari og sanngjarnari,“ segir í svari Bjarna. Þá segir hann að sérstökum starfshópi verði falið það verkefni að ráðast í endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Áformað er að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts. „Óaðskiljanlegur hluti af því verkefni verður kortlagning á þeim aðilum sem í dag eru skattskyldir, þar með talið á hvers kyns sjóðum sem undir lögin falla, jafnframt því að horfa til skattareglna í nágrannalöndunum. Ekki er útilokað að beinn stuðningur einstaklinga og lögaðila í formi frádráttar frá tekjuskattstofni komi einnig til skoðunar í því samhengi,“ segir í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að niðurstaða á úttekt sem Deloitte vann fyrir Háskóla Íslands benti til þess að styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi væru ekki samkeppnisfærir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.Bjarni BenediktssonÁstæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Dæmi var tekið af Eimskipasjóði Háskóla Íslands sem greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Það er mat sérfræðings Deiloitte að væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meira fé í styrki.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hefur síðan bent á að í mörgum ríkjum fái fyrirtæki eða einstaklingar, sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi, oft skattaafslátt á móti. Bjarni Benediktsson vekur athygli á því í svari sínu að ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verði teknir til endurskoðunar, eins og sjá megi í nýframkominni fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin. „Ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verða til endurskoðunar næstu árin, eins og sjá má í fjármálaáætluninni fyrir tímabilið 2019-2023, til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila). Þar verður meðal annars horft til þess að gera Ísland samkeppnishæfara í alþjóðlegum samanburði, auk þess að gera skattheimtu einfaldari, skilvirkari og sanngjarnari,“ segir í svari Bjarna. Þá segir hann að sérstökum starfshópi verði falið það verkefni að ráðast í endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum