Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 17:35 Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. vísir/vilhelm Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent