Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2018 12:00 Bóndi lýsir sumrinu sem einu því versta sem hann hefur lifað. Vísir/Vilhelm „Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
„Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira