Beit dyravörð og gest í miðborginni Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 12:35 Lögregla hefur haft í nógu að snúast síðan kl.18 í gær. Vísir/Vilhelm Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt. Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira