Alfreð hefur engin áform um að yfirgefa Augsburg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. október 2018 19:33 Alfreð líður vel í Þýskalandi. Vísir „Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu." Þýski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
„Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu."
Þýski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti