Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2018 20:44 Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Vísir/AP Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira