„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2018 20:00 Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur frá árinu 2012 styrkt yfir hundrað tekjulágar konur til menntunar. Mæðradagurinn er í dag og í tilefni dagsins er forsetafrúin Eliza Reid með leyniskilaboð til allra mæðra. Sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar seldu Mæðrablómið 2018 í Kringlunni í dag en markmið sölunnar er að afla fjár fyrir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Hönnuður Mæðrablómsins segir hugmyndina í senn einfalda og skemmtilega. „Þetta eru leyniskilaboðakerti. Þannig að þegar þú kveikir á kertinu þá bráðnar vaxið og smátt og smátt koma leyniskilaboð í ljós og öll skilaboðin eru tileinkuð mæðrum,“ segir Þórunn Árnadóttir sem hannaði kertið. Að sögn Guðríðar Sigurðardóttur, formanns menntasjóðsins, eru það oftast einstæðar mæður og tekjulágar konur sem sjóðurinn styrkir til náms. „Sjóðurinn er í raun og veru stofnaður árið 2012 og við höfum verið með svona viðburði á hverju ári í kringum mæðradaginn og við erum búnar að styrkja yfir hundrað konur til náms síðan að sjóðurinn var stofnaður,“ segir Guðríður. „Við borgum fyrir þær skólagjöld og kaupum skólabækur.“ Meðal viðskiptavina í dag var engin önnur en forsetafrúin Eliza Reid sem keypti kerti fyrir móður sína og tengdamóður. „Mér finnst þetta bara alveg frábært framtak sem að við eigum öll að styðja,“ segir Eliza en hún hafði sjálf aðkomu að hönnun kertanna en hún valdi ein skilaboðanna sem leynast í kertunum, „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma.“ „Ég vildi hafa eitthvað íslenskt, eitthvað úr íslensku og þetta sýnir fyrir mér þessi saklausu og bjartsýnu tengsl og ást sem eru til á milli mæðra og barna þeirra,“ segir Eliza. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur frá árinu 2012 styrkt yfir hundrað tekjulágar konur til menntunar. Mæðradagurinn er í dag og í tilefni dagsins er forsetafrúin Eliza Reid með leyniskilaboð til allra mæðra. Sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar seldu Mæðrablómið 2018 í Kringlunni í dag en markmið sölunnar er að afla fjár fyrir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Hönnuður Mæðrablómsins segir hugmyndina í senn einfalda og skemmtilega. „Þetta eru leyniskilaboðakerti. Þannig að þegar þú kveikir á kertinu þá bráðnar vaxið og smátt og smátt koma leyniskilaboð í ljós og öll skilaboðin eru tileinkuð mæðrum,“ segir Þórunn Árnadóttir sem hannaði kertið. Að sögn Guðríðar Sigurðardóttur, formanns menntasjóðsins, eru það oftast einstæðar mæður og tekjulágar konur sem sjóðurinn styrkir til náms. „Sjóðurinn er í raun og veru stofnaður árið 2012 og við höfum verið með svona viðburði á hverju ári í kringum mæðradaginn og við erum búnar að styrkja yfir hundrað konur til náms síðan að sjóðurinn var stofnaður,“ segir Guðríður. „Við borgum fyrir þær skólagjöld og kaupum skólabækur.“ Meðal viðskiptavina í dag var engin önnur en forsetafrúin Eliza Reid sem keypti kerti fyrir móður sína og tengdamóður. „Mér finnst þetta bara alveg frábært framtak sem að við eigum öll að styðja,“ segir Eliza en hún hafði sjálf aðkomu að hönnun kertanna en hún valdi ein skilaboðanna sem leynast í kertunum, „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma.“ „Ég vildi hafa eitthvað íslenskt, eitthvað úr íslensku og þetta sýnir fyrir mér þessi saklausu og bjartsýnu tengsl og ást sem eru til á milli mæðra og barna þeirra,“ segir Eliza.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira