„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2018 20:00 Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur frá árinu 2012 styrkt yfir hundrað tekjulágar konur til menntunar. Mæðradagurinn er í dag og í tilefni dagsins er forsetafrúin Eliza Reid með leyniskilaboð til allra mæðra. Sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar seldu Mæðrablómið 2018 í Kringlunni í dag en markmið sölunnar er að afla fjár fyrir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Hönnuður Mæðrablómsins segir hugmyndina í senn einfalda og skemmtilega. „Þetta eru leyniskilaboðakerti. Þannig að þegar þú kveikir á kertinu þá bráðnar vaxið og smátt og smátt koma leyniskilaboð í ljós og öll skilaboðin eru tileinkuð mæðrum,“ segir Þórunn Árnadóttir sem hannaði kertið. Að sögn Guðríðar Sigurðardóttur, formanns menntasjóðsins, eru það oftast einstæðar mæður og tekjulágar konur sem sjóðurinn styrkir til náms. „Sjóðurinn er í raun og veru stofnaður árið 2012 og við höfum verið með svona viðburði á hverju ári í kringum mæðradaginn og við erum búnar að styrkja yfir hundrað konur til náms síðan að sjóðurinn var stofnaður,“ segir Guðríður. „Við borgum fyrir þær skólagjöld og kaupum skólabækur.“ Meðal viðskiptavina í dag var engin önnur en forsetafrúin Eliza Reid sem keypti kerti fyrir móður sína og tengdamóður. „Mér finnst þetta bara alveg frábært framtak sem að við eigum öll að styðja,“ segir Eliza en hún hafði sjálf aðkomu að hönnun kertanna en hún valdi ein skilaboðanna sem leynast í kertunum, „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma.“ „Ég vildi hafa eitthvað íslenskt, eitthvað úr íslensku og þetta sýnir fyrir mér þessi saklausu og bjartsýnu tengsl og ást sem eru til á milli mæðra og barna þeirra,“ segir Eliza. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur frá árinu 2012 styrkt yfir hundrað tekjulágar konur til menntunar. Mæðradagurinn er í dag og í tilefni dagsins er forsetafrúin Eliza Reid með leyniskilaboð til allra mæðra. Sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar seldu Mæðrablómið 2018 í Kringlunni í dag en markmið sölunnar er að afla fjár fyrir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Hönnuður Mæðrablómsins segir hugmyndina í senn einfalda og skemmtilega. „Þetta eru leyniskilaboðakerti. Þannig að þegar þú kveikir á kertinu þá bráðnar vaxið og smátt og smátt koma leyniskilaboð í ljós og öll skilaboðin eru tileinkuð mæðrum,“ segir Þórunn Árnadóttir sem hannaði kertið. Að sögn Guðríðar Sigurðardóttur, formanns menntasjóðsins, eru það oftast einstæðar mæður og tekjulágar konur sem sjóðurinn styrkir til náms. „Sjóðurinn er í raun og veru stofnaður árið 2012 og við höfum verið með svona viðburði á hverju ári í kringum mæðradaginn og við erum búnar að styrkja yfir hundrað konur til náms síðan að sjóðurinn var stofnaður,“ segir Guðríður. „Við borgum fyrir þær skólagjöld og kaupum skólabækur.“ Meðal viðskiptavina í dag var engin önnur en forsetafrúin Eliza Reid sem keypti kerti fyrir móður sína og tengdamóður. „Mér finnst þetta bara alveg frábært framtak sem að við eigum öll að styðja,“ segir Eliza en hún hafði sjálf aðkomu að hönnun kertanna en hún valdi ein skilaboðanna sem leynast í kertunum, „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma.“ „Ég vildi hafa eitthvað íslenskt, eitthvað úr íslensku og þetta sýnir fyrir mér þessi saklausu og bjartsýnu tengsl og ást sem eru til á milli mæðra og barna þeirra,“ segir Eliza.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira