Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 14:45 Flaugarnar sem samkomulagið bannaði voru mikilvægir hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku. Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku.
Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45