Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 11:23 Mótmælendur brenna mynd af Asia Bibi. AP/Pervez Masih Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Asía Kanada Pakistan Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana.
Asía Kanada Pakistan Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira