Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2018 22:43 Fellibylurinn Flórens á mynd sem var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni í dag. Vísir/Getty Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur fyrirskipað að öll strandlengja ríkisins verði rýmd og þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal Norður-Karólínu, Virginíu- og Marylandríki. Fellibylurinn Florence, sem skilgreindur var sem annars stigs fellibylur í morgun, stækkar nú ört og var orðinn að fjórða stigs fellibyl í kvöld. Vindhraði í fellibylnum hefur náð allt að 54 metrum á sekúndu. Spár gera ráð fyrir að Florence gangi á land við strendur Karólínuríkjanna á fimmtudag og muni þá ná fimmta stigi. Mikil flóðahætta er talin standa af fellibylnum.Don't concentrate on the exact forecast track of Hurricane #Florence. Significant effects will extend outside the cone, and will arrive at the coast sooner than the eye. For more information about impacts at your specific location, go to https://t.co/SiZo8ozBbn pic.twitter.com/EXWr4Cb4NC— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 10, 2018 Þá er talið að Florence verði einn umfangsmesti fellibylur sem gengur yfir svæðið í áratugi. Síðast gekk fjórða stigs fellibylur á land við strendur Karólínuríkjanna árið 1989. Sá olli milljarðatjóni og 49 dauðsföllum. Viðbragðsaðilar á svæðinu undirbúa sig flestir undir hið versta. „Einhverjir munu verða fyrir skelfilegu tjóni ef spár um þennan fellibyl ganga eftir,“ var haft eftir veðurfræðingnum Dan Miller í dag. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýst kosningafundi sem halda átti í Mississippi á föstudag vegna fellibylsins. Trump tísti um óveðrið í kvöld og biðlaði til fólks á svæðinu að koma sér í öruggt skjól.Was just briefed via phone by @DHSgov @SecNielsen and @FEMA @FEMA_Brock, along with @VP Mike Pence and Chief of Staff, John Kelly on incoming storm which is very dangerous. Heed the directions of your State and Local Officials - and know that WE are here for you. Be SAFE! pic.twitter.com/sN8D5NvrBa— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2018 Veður Tengdar fréttir Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur fyrirskipað að öll strandlengja ríkisins verði rýmd og þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal Norður-Karólínu, Virginíu- og Marylandríki. Fellibylurinn Florence, sem skilgreindur var sem annars stigs fellibylur í morgun, stækkar nú ört og var orðinn að fjórða stigs fellibyl í kvöld. Vindhraði í fellibylnum hefur náð allt að 54 metrum á sekúndu. Spár gera ráð fyrir að Florence gangi á land við strendur Karólínuríkjanna á fimmtudag og muni þá ná fimmta stigi. Mikil flóðahætta er talin standa af fellibylnum.Don't concentrate on the exact forecast track of Hurricane #Florence. Significant effects will extend outside the cone, and will arrive at the coast sooner than the eye. For more information about impacts at your specific location, go to https://t.co/SiZo8ozBbn pic.twitter.com/EXWr4Cb4NC— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 10, 2018 Þá er talið að Florence verði einn umfangsmesti fellibylur sem gengur yfir svæðið í áratugi. Síðast gekk fjórða stigs fellibylur á land við strendur Karólínuríkjanna árið 1989. Sá olli milljarðatjóni og 49 dauðsföllum. Viðbragðsaðilar á svæðinu undirbúa sig flestir undir hið versta. „Einhverjir munu verða fyrir skelfilegu tjóni ef spár um þennan fellibyl ganga eftir,“ var haft eftir veðurfræðingnum Dan Miller í dag. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýst kosningafundi sem halda átti í Mississippi á föstudag vegna fellibylsins. Trump tísti um óveðrið í kvöld og biðlaði til fólks á svæðinu að koma sér í öruggt skjól.Was just briefed via phone by @DHSgov @SecNielsen and @FEMA @FEMA_Brock, along with @VP Mike Pence and Chief of Staff, John Kelly on incoming storm which is very dangerous. Heed the directions of your State and Local Officials - and know that WE are here for you. Be SAFE! pic.twitter.com/sN8D5NvrBa— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2018
Veður Tengdar fréttir Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00