Í tilkynningu segir að lögregla muni halda úti öflugu umferðareftirliti en vonast um leið til þess að ekki þurfi að koma til afskipta af ökumönnum. Umferðareftirlitið felst til að mynda í hraðamælingum á ómerktri bifreið alla helgina, bæði innan- og utanbæjar. Þá er búið að koma upp hraðahindrunum víða á Akureyri til að hindra spól og óvarlegan akstur.
Þá hefur lögregla stofnað til samstarfs við Aflið, samtök um heimilis- og kynferðisofbeldi, og verða fulltrúar samtakanna sýnilegir á stærstu viðburðum helgarinnar. Lögregla nýtur einnig samstarfs Akureyrarstofu, Bílaklúbbs Akureyrar, framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar og slökkviliðs til að stuðla að því að framkvæmd og eftirlit á Bíladögum verði sem best.
Lögregla verður auk þess á vakt bæði á merktum og ómerktum bílum, að því er segir í tilkynningu.