HR býður nemendum sálfræðiþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2018 16:41 Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni Háskólinn í Reykjavík Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira