Upphitun: City verður meistari með sigri 7. apríl 2018 06:00 Manchester City fagnar Englandsmeistaratitlinum í dag sigri liðið granna sína og erkifjendur í Manchester United. Slagur Manchesterliðanna er síðasti leikur dagsins en alls eru átta leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ef City vinnur þennan leik þá fer liðið í 87 stig, 19 stigum á undan United í öðru sætinu þegar aðeins sex leikir verða eftir í deildinni. Það er þó meira undir fyrir United heldur en bara að reyna að koma í veg fyrir að nágrannarnir fái að fagna titlinum; Liverpool getur komist upp fyrir United og í annað sætið með sigri í hádeginu. Þegar þessi lið mættust á Old Trafford í desember fór City með 1-2 sigur. Sá leikur er leikur sem leikmenn United vilja helst gleyma. Með sigrinum setti City met í úrvalsdeildinni og varð fyrsta liðið til að vinna 14 leiki í röð. Þá hafði United farið 24 leiki í röð án taps á heimavelli sínum áður en Pep Guardiola og hans menn eyðilögðu það. Fimmtíu kílómetrum vestar fer fram annar borgarslagur, sem hefur kannski ekki eins mikið vægi í tengslum við deildina sjálfa en skiptir borgarbúa gríðarlegu máli. Slagurinn um Bítlaborgina Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta Bítlaborgarslag á Anfield í desember þar sem liðin skildu jöfn eftir mark Wayne Rooney úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn verður hins vegar á meðal áhorfenda á Goodison Park í dag en hann er enn að ná sér af meiðslum. Liverpool getur, eins og áður segir, farið upp fyrir Manchester United í annað sæti deildarinnar með sigri. Tæknilega séð er Everton ekki öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni, tölfræðilega vantar eitt stig upp á það. Hins vegar skipta úrslit þessa leiks bláklædda Liverpoolbúa litlu máli upp á stöðutöfluna, liðið er í 9. sæti með 40 stig, þrjú stig í næsta lið í báðar áttir. Eftir ellefu leiki án sigurs hefur Burnley nú unnið síðustu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni. Þar af eru síðustu tveir leikir útileikir, en þeir sækja Watford heim í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar sitja sáttir í sjöunda sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Arsenal. Andstæðingar þeirra í dag, Watford, eru í 11. sætinu og ættu að vera búnir að gera nóg til að forðast fall, þrátt fyrir að pakkinn sé enn þéttur í neðri hluta deildarinnar. Tottenham getur farið langt með að tryggja sér fjórða sætið mikilvæga sigri Lundúnarbúar Stoke í dag. Átta stigum munar á Tottenham og Chelsea í fimmta sætinu fyrir leiki dagsins. Markaskorarinn Harry Kane meiddist fyrir fjórum vikum síðan í leik við Bournemouth og var búist við því versta. Hann var hins vegar mættur til leiks á páskadag og kom inn á í 3-1 sigrinum á Chelsea. Það er ekki búist við Kane í byrjunarliðinu í dag en hann mun líklega koma við sögu í leiknum. Þrír leikir til viðbótar fara fram nú síðdegis. West Bromwich Albion verður að sækja sigur gegn Swansea á heimavelli ætli liðið að halda í einhverja von um að halda sér í deildinni. Tíu stig eru í 17. sætið þar sem Crystal Palace situr. Palace mætir Bournemouth á sama tíma og aðeins sjö stigum munar á liðunum, bæði í stigafjölda og sætisskipan. Nýliðaslagur Brighton og Huddersfield ásamt leik Leicester og Newcastle eru þeir leikir sem óupptaldir voru. Línur geta farið að skýrast í neðri hlutanum eftir daginn, en öll þessi lið eru þar að berjast um sæti í deildinni á næsta tímabili.Leikir dagsins: 11:30 Everton - Liverpool, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Bournemouth - Crystal Palace 14:00 Brighton - Huddersfield 14:00 Leicester - Newcastle 14:00 Stoke - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Watford - Burnley 14:00 WBA - Swansea 16:30 Manchester City - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Manchester City fagnar Englandsmeistaratitlinum í dag sigri liðið granna sína og erkifjendur í Manchester United. Slagur Manchesterliðanna er síðasti leikur dagsins en alls eru átta leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ef City vinnur þennan leik þá fer liðið í 87 stig, 19 stigum á undan United í öðru sætinu þegar aðeins sex leikir verða eftir í deildinni. Það er þó meira undir fyrir United heldur en bara að reyna að koma í veg fyrir að nágrannarnir fái að fagna titlinum; Liverpool getur komist upp fyrir United og í annað sætið með sigri í hádeginu. Þegar þessi lið mættust á Old Trafford í desember fór City með 1-2 sigur. Sá leikur er leikur sem leikmenn United vilja helst gleyma. Með sigrinum setti City met í úrvalsdeildinni og varð fyrsta liðið til að vinna 14 leiki í röð. Þá hafði United farið 24 leiki í röð án taps á heimavelli sínum áður en Pep Guardiola og hans menn eyðilögðu það. Fimmtíu kílómetrum vestar fer fram annar borgarslagur, sem hefur kannski ekki eins mikið vægi í tengslum við deildina sjálfa en skiptir borgarbúa gríðarlegu máli. Slagurinn um Bítlaborgina Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta Bítlaborgarslag á Anfield í desember þar sem liðin skildu jöfn eftir mark Wayne Rooney úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn verður hins vegar á meðal áhorfenda á Goodison Park í dag en hann er enn að ná sér af meiðslum. Liverpool getur, eins og áður segir, farið upp fyrir Manchester United í annað sæti deildarinnar með sigri. Tæknilega séð er Everton ekki öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni, tölfræðilega vantar eitt stig upp á það. Hins vegar skipta úrslit þessa leiks bláklædda Liverpoolbúa litlu máli upp á stöðutöfluna, liðið er í 9. sæti með 40 stig, þrjú stig í næsta lið í báðar áttir. Eftir ellefu leiki án sigurs hefur Burnley nú unnið síðustu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni. Þar af eru síðustu tveir leikir útileikir, en þeir sækja Watford heim í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar sitja sáttir í sjöunda sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Arsenal. Andstæðingar þeirra í dag, Watford, eru í 11. sætinu og ættu að vera búnir að gera nóg til að forðast fall, þrátt fyrir að pakkinn sé enn þéttur í neðri hluta deildarinnar. Tottenham getur farið langt með að tryggja sér fjórða sætið mikilvæga sigri Lundúnarbúar Stoke í dag. Átta stigum munar á Tottenham og Chelsea í fimmta sætinu fyrir leiki dagsins. Markaskorarinn Harry Kane meiddist fyrir fjórum vikum síðan í leik við Bournemouth og var búist við því versta. Hann var hins vegar mættur til leiks á páskadag og kom inn á í 3-1 sigrinum á Chelsea. Það er ekki búist við Kane í byrjunarliðinu í dag en hann mun líklega koma við sögu í leiknum. Þrír leikir til viðbótar fara fram nú síðdegis. West Bromwich Albion verður að sækja sigur gegn Swansea á heimavelli ætli liðið að halda í einhverja von um að halda sér í deildinni. Tíu stig eru í 17. sætið þar sem Crystal Palace situr. Palace mætir Bournemouth á sama tíma og aðeins sjö stigum munar á liðunum, bæði í stigafjölda og sætisskipan. Nýliðaslagur Brighton og Huddersfield ásamt leik Leicester og Newcastle eru þeir leikir sem óupptaldir voru. Línur geta farið að skýrast í neðri hlutanum eftir daginn, en öll þessi lið eru þar að berjast um sæti í deildinni á næsta tímabili.Leikir dagsins: 11:30 Everton - Liverpool, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Bournemouth - Crystal Palace 14:00 Brighton - Huddersfield 14:00 Leicester - Newcastle 14:00 Stoke - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Watford - Burnley 14:00 WBA - Swansea 16:30 Manchester City - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira