Hinir 14 þurftu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi og þá eru þrír eru alvarlega slasaðir. Íshokkíliðið var skammt norður af Tisdale í Saskatchewanhéraði þegar bifreiðarnar skullu saman. Klukkan var fimm að kanadískum tíma.
Ted Munro, aðalvarðstjóri, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að viðbragðsaðilar hafi sett upp upplýsinga-og stuðningsmiðstöð í Nipawin Apostolic kirkjunni fyrir aðstandendur.
„Við biðjum fyrir fjölskyldunum,“ segir Munro.
Myles Shumlanski, faðir eins stráksins sem lenti í slysinu, mætti á vettvang slyssins eftir að sonur hans hringdi í hann. Faðirinn sagði frá því hvað fyrir augum bar: „Þetta var stórslys. Það þurfti krana til að lyfta rútunni,“ segir Shumlanski sem segir aðkomuna hafa verið skelfilega.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tjáði sig um slysið á Twitter í nótt og sagðist ekki getað ímyndað sér hvað foreldrarnir væru að ganga í gegnum.
I cannot imagine what these parents are going through, and my heart goes out to everyone affected by this terrible tragedy, in the Humboldt community and beyond. https://t.co/2cIn2CTy08
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) April 7, 2018