Fyrrum formaður dómarafélagsins vill láta rannsaka vítadóm Moss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 17:00 Leikmenn Liverpool voru óánægðir með dóma Moss í leiknum Vísir/Getty Mikil ólga er í dómarasamfélaginu á Englandi eftir leik Liverpool og Tottenham á sunnudaginn þar sem Jonathan Moss dæmdi tvær mjög umdeildar vítaspyrnur á Liverpool með skömmu millibili undir lok leiksins. Þrýstingur er á forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að hefja óháða rannsókn út í framkvæmd Moss við dóminn á fyrri vítaspyrnunni. Moss ráðfærði sig lengi við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann dæmdi vítaspyrnu á Loris Karius fyrir að fella Harry Kane í teignum. Sjálft brotið hjá Karius er þó ekki það sem er í umræðunni, heldur hvort Dejan Lovren hafi gert Harry Kane réttstæðan í aðdraganda brotsins. Moss náðist á upptöku segja „Martin, sérðu eitthvað af sjónvarpsupptökum?“ í eyra sér við martin Atkinson, fjórða dómara leiksins og er það ástæða ólgunnar því dómarar mega ekki notfæra sér sjónvarpsupptökur nema þegar formlegir myndbandsdómarar eru að störfum, sem enn hefur ekki verið reynt í úrvalsdeildinni. Félag dómara, PGMO, hefur gefið lítið fyrir þessi ummæli og sagt að þau hafi verið mismæli. Þá sagði Geoff Shreeves, fjölmiðlamaður sem var að vinna á leiknum fyrir Sky Sports, að Atkinson hafi ekki haft neinn aðgang að sjónvarpsskjám.Fyrrum formaður PGMO, Keith Hackett, kom hins vegar fram í Telegraph og sagði að hefja eigi rannsókn á atvikinu jafnframt sem hann hefði vikið Moss tímabundið úr starfi vegna þess. „Það þarf að hefja nákvæma rannsókn hvers vegna Moss hafi talað við fjórða dómarann um sjónvarpsupptöku. Þeir geta ekki bara sópað þessu frá sem mismælum,“ sagði Hackett. Þá hefur Hackett einnig verið hávær í mótmælum dómsins þar sem Kane hafi verið rangstæður. Lovren kom við boltann áður en hann barst til Kane, sem gerði Englendinginn réttstæðann að mati Moss og þeirra sem telja dóminn réttan. Hins vegar er regluverk frá löggjafarvaldi fótboltans, International Football Association Board, sem segir leikmann rangstæðan ef hann „framkvæmir aðgerð sem hefur áhrif á getu andstæðingsins til þess að leika boltanum.“ Hackett vill meina að þar sem Kane hafi verið rangstæður hafi hann haft áhrif á sparkgetu Lovren og því orðið til þess að hinn síðarnefndi hitti boltann illa svo hann féll fyrir Kane. „Við erum með fjölmarga dómara um allan heim sem eru ekki sammála um túlkun rangstæðureglunnar. Við þurfum að fá skýringu frá IFAB um hvernig reglan á að vera túlkuð,“ sagði Hackett. Enski boltinn Tengdar fréttir Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30 Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30 „Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30 Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Mikil ólga er í dómarasamfélaginu á Englandi eftir leik Liverpool og Tottenham á sunnudaginn þar sem Jonathan Moss dæmdi tvær mjög umdeildar vítaspyrnur á Liverpool með skömmu millibili undir lok leiksins. Þrýstingur er á forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að hefja óháða rannsókn út í framkvæmd Moss við dóminn á fyrri vítaspyrnunni. Moss ráðfærði sig lengi við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann dæmdi vítaspyrnu á Loris Karius fyrir að fella Harry Kane í teignum. Sjálft brotið hjá Karius er þó ekki það sem er í umræðunni, heldur hvort Dejan Lovren hafi gert Harry Kane réttstæðan í aðdraganda brotsins. Moss náðist á upptöku segja „Martin, sérðu eitthvað af sjónvarpsupptökum?“ í eyra sér við martin Atkinson, fjórða dómara leiksins og er það ástæða ólgunnar því dómarar mega ekki notfæra sér sjónvarpsupptökur nema þegar formlegir myndbandsdómarar eru að störfum, sem enn hefur ekki verið reynt í úrvalsdeildinni. Félag dómara, PGMO, hefur gefið lítið fyrir þessi ummæli og sagt að þau hafi verið mismæli. Þá sagði Geoff Shreeves, fjölmiðlamaður sem var að vinna á leiknum fyrir Sky Sports, að Atkinson hafi ekki haft neinn aðgang að sjónvarpsskjám.Fyrrum formaður PGMO, Keith Hackett, kom hins vegar fram í Telegraph og sagði að hefja eigi rannsókn á atvikinu jafnframt sem hann hefði vikið Moss tímabundið úr starfi vegna þess. „Það þarf að hefja nákvæma rannsókn hvers vegna Moss hafi talað við fjórða dómarann um sjónvarpsupptöku. Þeir geta ekki bara sópað þessu frá sem mismælum,“ sagði Hackett. Þá hefur Hackett einnig verið hávær í mótmælum dómsins þar sem Kane hafi verið rangstæður. Lovren kom við boltann áður en hann barst til Kane, sem gerði Englendinginn réttstæðann að mati Moss og þeirra sem telja dóminn réttan. Hins vegar er regluverk frá löggjafarvaldi fótboltans, International Football Association Board, sem segir leikmann rangstæðan ef hann „framkvæmir aðgerð sem hefur áhrif á getu andstæðingsins til þess að leika boltanum.“ Hackett vill meina að þar sem Kane hafi verið rangstæður hafi hann haft áhrif á sparkgetu Lovren og því orðið til þess að hinn síðarnefndi hitti boltann illa svo hann féll fyrir Kane. „Við erum með fjölmarga dómara um allan heim sem eru ekki sammála um túlkun rangstæðureglunnar. Við þurfum að fá skýringu frá IFAB um hvernig reglan á að vera túlkuð,“ sagði Hackett.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30 Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30 „Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30 Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30
Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30
„Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30
Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00