Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 18:39 Þrátlát hitabylgja hefur þjakað Breta og fleiri þjóðir á norðurhveli jarðar í sumar. Vaxandi öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37