Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Riyad Mansour sendiherra Palestínu hjá SÞ, ofarlega á myndinni, og Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels, tókust á fyrir Öryggisráðinu í gær. Vísir/epa Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44