Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2018 20:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin færi úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15