Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2018 20:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin færi úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15