Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2016 20:15 Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. Airbus A-330 breiðþota Grænlandsflugs er að koma frá Kaupmannahöfn til lendingar á flugvellinum í Kangerlussuaq en þetta er aðaltenging Grænlendinga við umheiminn. Hann hét áður Syðri-Straumfjörður og er eini áætlunarflugvöllurinn sem er nægilega stór fyrir farþegaþotur. Hann er þó aðallega millilendingarstaður því þaðan fara flestir farþeganna áfram með smærri vélum eða þyrlum til helstu bæja Grænlands en í Kangerlussuaq er bara 500 manna þorp. Það var Bandaríkjaher sem byggði flugvöllinn á stríðsárunum, árið 1941, og þar var bandarísk herstöð allt til ársins 1992. Þótt hann hafi á sínum tíma hentað sem herflugvöllur var staðsetning hans ekki hugsuð út frá grænlensku samfélagi. Það sama gildir um flugvöllinn í Narsarssuaq, sem einnig var byggður af Bandaríkjaher, en liggur fjarri helstu bæjum Suður-Grænlands.Flugvöllunum fimm er ætlað að þjóna grænlenskum byggðum betur en nú er hægt. Reykjavík liggur vel gagnvart þeim öllum.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þessu vilja grænlensk stjórnvöld breyta og hafa nú markað þá stefnu að byggja upp flugvallakerfi sem betur þjónar Grænlendingum. Lengja á brautirnar í Ilulissat og höfuðstaðnum Nuuk og gera nýja flugvelli í Qaqortoq, Tasiilaq (áður Angmassalik) og Ittoqqortoormiit við Scoresbysund. Brautirnar í Nuuk og Ilulissat eru aðeins um 900 metra langar, og taka því aðeins við minni flugvélum, en markmiðið er að lengja þær svo þær geti tekið við farþegaþotum. Flugfélag Íslands flýgur til fimm staða á Grænlandi og þar fylgjast menn grannt með þróun mála. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri segir þessar hugmyndir geta breytt landslagi verulega í samgöngum Grænlands. „Í því liggja jafnvel mun meiri tækifæri fyrir okkur heldur en hingað til,“ segir Árni. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í viðtali á flugvellinum í Kangerlussuaq.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þótt undirbúningsframkvæmdir séu hafnar er fjármögnun ekki í höfn og því er óvíst hvenær þeim lýkur. Flugfélagsmenn telja að lengingar brautanna í Nuuk og Ilulissat gætu lækkað fargjöldin til Grænlands. „Þetta er tiltölulega langt flug á litlum vélum, sem við höfum verið að bjóða upp á hingað til. En með þessum stækkunum á flugbrautum er hægt að fljúga stærri flugvélum inn. Þannig að möguleikarnir skapast í því að vera með stærri einingar, þá getur sætiskostnaðurinn lækkað," segir Árni. Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Vilja tappa af ferðamannastrauminum til Íslands Næstu nágrannar Íslands á norðurhveli, Grænlendingar, sjá mikil tækifæri í frekari opnun norðurslóða. Utanríkis- og iðnaðarráðherra Grænlands hélt erindi á Arctic Circle ráðstefnunni í dag um framtíð Grænlands. 16. október 2015 19:00 Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands TVG-Zimsen mun vinna náið með stærsta flutningafyrirtækis Grænlands. 1. apríl 2016 11:17 Vilja efla samstarf Íslands og Grænlands Þingmenn úr fimm flokkum leggja fram þingsályktunartillöguna. 11. september 2015 14:07 Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. Airbus A-330 breiðþota Grænlandsflugs er að koma frá Kaupmannahöfn til lendingar á flugvellinum í Kangerlussuaq en þetta er aðaltenging Grænlendinga við umheiminn. Hann hét áður Syðri-Straumfjörður og er eini áætlunarflugvöllurinn sem er nægilega stór fyrir farþegaþotur. Hann er þó aðallega millilendingarstaður því þaðan fara flestir farþeganna áfram með smærri vélum eða þyrlum til helstu bæja Grænlands en í Kangerlussuaq er bara 500 manna þorp. Það var Bandaríkjaher sem byggði flugvöllinn á stríðsárunum, árið 1941, og þar var bandarísk herstöð allt til ársins 1992. Þótt hann hafi á sínum tíma hentað sem herflugvöllur var staðsetning hans ekki hugsuð út frá grænlensku samfélagi. Það sama gildir um flugvöllinn í Narsarssuaq, sem einnig var byggður af Bandaríkjaher, en liggur fjarri helstu bæjum Suður-Grænlands.Flugvöllunum fimm er ætlað að þjóna grænlenskum byggðum betur en nú er hægt. Reykjavík liggur vel gagnvart þeim öllum.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þessu vilja grænlensk stjórnvöld breyta og hafa nú markað þá stefnu að byggja upp flugvallakerfi sem betur þjónar Grænlendingum. Lengja á brautirnar í Ilulissat og höfuðstaðnum Nuuk og gera nýja flugvelli í Qaqortoq, Tasiilaq (áður Angmassalik) og Ittoqqortoormiit við Scoresbysund. Brautirnar í Nuuk og Ilulissat eru aðeins um 900 metra langar, og taka því aðeins við minni flugvélum, en markmiðið er að lengja þær svo þær geti tekið við farþegaþotum. Flugfélag Íslands flýgur til fimm staða á Grænlandi og þar fylgjast menn grannt með þróun mála. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri segir þessar hugmyndir geta breytt landslagi verulega í samgöngum Grænlands. „Í því liggja jafnvel mun meiri tækifæri fyrir okkur heldur en hingað til,“ segir Árni. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í viðtali á flugvellinum í Kangerlussuaq.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þótt undirbúningsframkvæmdir séu hafnar er fjármögnun ekki í höfn og því er óvíst hvenær þeim lýkur. Flugfélagsmenn telja að lengingar brautanna í Nuuk og Ilulissat gætu lækkað fargjöldin til Grænlands. „Þetta er tiltölulega langt flug á litlum vélum, sem við höfum verið að bjóða upp á hingað til. En með þessum stækkunum á flugbrautum er hægt að fljúga stærri flugvélum inn. Þannig að möguleikarnir skapast í því að vera með stærri einingar, þá getur sætiskostnaðurinn lækkað," segir Árni.
Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Vilja tappa af ferðamannastrauminum til Íslands Næstu nágrannar Íslands á norðurhveli, Grænlendingar, sjá mikil tækifæri í frekari opnun norðurslóða. Utanríkis- og iðnaðarráðherra Grænlands hélt erindi á Arctic Circle ráðstefnunni í dag um framtíð Grænlands. 16. október 2015 19:00 Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands TVG-Zimsen mun vinna náið með stærsta flutningafyrirtækis Grænlands. 1. apríl 2016 11:17 Vilja efla samstarf Íslands og Grænlands Þingmenn úr fimm flokkum leggja fram þingsályktunartillöguna. 11. september 2015 14:07 Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Vilja tappa af ferðamannastrauminum til Íslands Næstu nágrannar Íslands á norðurhveli, Grænlendingar, sjá mikil tækifæri í frekari opnun norðurslóða. Utanríkis- og iðnaðarráðherra Grænlands hélt erindi á Arctic Circle ráðstefnunni í dag um framtíð Grænlands. 16. október 2015 19:00
Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands TVG-Zimsen mun vinna náið með stærsta flutningafyrirtækis Grænlands. 1. apríl 2016 11:17
Vilja efla samstarf Íslands og Grænlands Þingmenn úr fimm flokkum leggja fram þingsályktunartillöguna. 11. september 2015 14:07