Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2018 21:15 Grafísk mynd af þotu Air Greenland að lenda í Nuuk eftir stækkun flugvallarins. Grafík/Kalaalit Airports. Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið á alþjóðavettvangi að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta verður stærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlands en með henni verður flugsamgöngum landsins í raun umbylt. Flugvöllunum í Ilulissat og Nuuk verður breytt úr litlum innanlandsvöllum í alþjóðaflugvelli fyrir þotuflug og nýr innanlandsflugvöllur verður lagður í Qaqortoq.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonByrjað verður í Nuuk og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist þar í haust. Vorið 2019 á svo að hefjast handa við stækkun vallarins í Ilulissat. Framkvæmdir í Qaqortoq eiga að hefjast vorið 2020, ef áætlanir grænlenskra stjórnvalda standast. Brautirnar í Nuuk og Ilulissat eru aðeins um 900 metra langar, og taka því aðeins við minni flugvélum, en markmiðið er að lengja þær upp í 2.200 metra svo þær geti tekið við farþegaþotum í beinu flugi frá útlöndum. Grafískar myndir frá flugvallafyrirtæki Grænlands, Kalaallit airports, sýna meðal annars þotu frá Icelandair á flugvöllunum fullgerðum.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Ellefu alþjóðleg verktakafyrirtæki sóttu um í forvali en af þeim völdu grænlensk stjórnvöld sex til að bjóða í verkið. Þar á meðal er Ístak í samstarfi við danska félagið Aarsleff en á listanum eru einnig verktakar frá Hollandi, Danmörku, Kína og Kanada. Ístaksmenn hafa mikla reynslu af mannvirkjagerð á Grænlandi, luku nýlega gerð nýrrar gámahafnar í Nuuk og höfðu áður reist virkjanir og skóla. Ákvörðun Grænlendinga um að bjóða kínverskum verktaka að vera með hefur hins vegar vakið meiri athygli og er sögð valda stjórnvöldum í Danmörku verulegum áhyggjum, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Vísað er til varnarsamnings Danmerkur og Bandaríkjanna um Thule-herstöðina.Vitnað er í háttsettan ónefndan danskan embættismann sem segir Dani verða að taka mið af hagsmunum sinna nánustu bandamanna, sem kæri sig ekki um að stórveldi eins og Kína nái fótfestu á Grænlandi. Rifja má upp að dönsk stjórnvöld komu nýlega í veg fyrir að kínverskt fyrirtæki keypti aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi. Hvort sem það verða íslenskir eða kínverskir verktakar, eða aðrir, sem fá flugvallagerðina, þá stefna Grænlendingar að því að allir flugvellirnir þrír verði tilbúnir eftir rúm fjögur ár, haustið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið á alþjóðavettvangi að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta verður stærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlands en með henni verður flugsamgöngum landsins í raun umbylt. Flugvöllunum í Ilulissat og Nuuk verður breytt úr litlum innanlandsvöllum í alþjóðaflugvelli fyrir þotuflug og nýr innanlandsflugvöllur verður lagður í Qaqortoq.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonByrjað verður í Nuuk og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist þar í haust. Vorið 2019 á svo að hefjast handa við stækkun vallarins í Ilulissat. Framkvæmdir í Qaqortoq eiga að hefjast vorið 2020, ef áætlanir grænlenskra stjórnvalda standast. Brautirnar í Nuuk og Ilulissat eru aðeins um 900 metra langar, og taka því aðeins við minni flugvélum, en markmiðið er að lengja þær upp í 2.200 metra svo þær geti tekið við farþegaþotum í beinu flugi frá útlöndum. Grafískar myndir frá flugvallafyrirtæki Grænlands, Kalaallit airports, sýna meðal annars þotu frá Icelandair á flugvöllunum fullgerðum.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Ellefu alþjóðleg verktakafyrirtæki sóttu um í forvali en af þeim völdu grænlensk stjórnvöld sex til að bjóða í verkið. Þar á meðal er Ístak í samstarfi við danska félagið Aarsleff en á listanum eru einnig verktakar frá Hollandi, Danmörku, Kína og Kanada. Ístaksmenn hafa mikla reynslu af mannvirkjagerð á Grænlandi, luku nýlega gerð nýrrar gámahafnar í Nuuk og höfðu áður reist virkjanir og skóla. Ákvörðun Grænlendinga um að bjóða kínverskum verktaka að vera með hefur hins vegar vakið meiri athygli og er sögð valda stjórnvöldum í Danmörku verulegum áhyggjum, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Vísað er til varnarsamnings Danmerkur og Bandaríkjanna um Thule-herstöðina.Vitnað er í háttsettan ónefndan danskan embættismann sem segir Dani verða að taka mið af hagsmunum sinna nánustu bandamanna, sem kæri sig ekki um að stórveldi eins og Kína nái fótfestu á Grænlandi. Rifja má upp að dönsk stjórnvöld komu nýlega í veg fyrir að kínverskt fyrirtæki keypti aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi. Hvort sem það verða íslenskir eða kínverskir verktakar, eða aðrir, sem fá flugvallagerðina, þá stefna Grænlendingar að því að allir flugvellirnir þrír verði tilbúnir eftir rúm fjögur ár, haustið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent