Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2018 21:15 Grafísk mynd af þotu Air Greenland að lenda í Nuuk eftir stækkun flugvallarins. Grafík/Kalaalit Airports. Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið á alþjóðavettvangi að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta verður stærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlands en með henni verður flugsamgöngum landsins í raun umbylt. Flugvöllunum í Ilulissat og Nuuk verður breytt úr litlum innanlandsvöllum í alþjóðaflugvelli fyrir þotuflug og nýr innanlandsflugvöllur verður lagður í Qaqortoq.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonByrjað verður í Nuuk og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist þar í haust. Vorið 2019 á svo að hefjast handa við stækkun vallarins í Ilulissat. Framkvæmdir í Qaqortoq eiga að hefjast vorið 2020, ef áætlanir grænlenskra stjórnvalda standast. Brautirnar í Nuuk og Ilulissat eru aðeins um 900 metra langar, og taka því aðeins við minni flugvélum, en markmiðið er að lengja þær upp í 2.200 metra svo þær geti tekið við farþegaþotum í beinu flugi frá útlöndum. Grafískar myndir frá flugvallafyrirtæki Grænlands, Kalaallit airports, sýna meðal annars þotu frá Icelandair á flugvöllunum fullgerðum.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Ellefu alþjóðleg verktakafyrirtæki sóttu um í forvali en af þeim völdu grænlensk stjórnvöld sex til að bjóða í verkið. Þar á meðal er Ístak í samstarfi við danska félagið Aarsleff en á listanum eru einnig verktakar frá Hollandi, Danmörku, Kína og Kanada. Ístaksmenn hafa mikla reynslu af mannvirkjagerð á Grænlandi, luku nýlega gerð nýrrar gámahafnar í Nuuk og höfðu áður reist virkjanir og skóla. Ákvörðun Grænlendinga um að bjóða kínverskum verktaka að vera með hefur hins vegar vakið meiri athygli og er sögð valda stjórnvöldum í Danmörku verulegum áhyggjum, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Vísað er til varnarsamnings Danmerkur og Bandaríkjanna um Thule-herstöðina.Vitnað er í háttsettan ónefndan danskan embættismann sem segir Dani verða að taka mið af hagsmunum sinna nánustu bandamanna, sem kæri sig ekki um að stórveldi eins og Kína nái fótfestu á Grænlandi. Rifja má upp að dönsk stjórnvöld komu nýlega í veg fyrir að kínverskt fyrirtæki keypti aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi. Hvort sem það verða íslenskir eða kínverskir verktakar, eða aðrir, sem fá flugvallagerðina, þá stefna Grænlendingar að því að allir flugvellirnir þrír verði tilbúnir eftir rúm fjögur ár, haustið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið á alþjóðavettvangi að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta verður stærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlands en með henni verður flugsamgöngum landsins í raun umbylt. Flugvöllunum í Ilulissat og Nuuk verður breytt úr litlum innanlandsvöllum í alþjóðaflugvelli fyrir þotuflug og nýr innanlandsflugvöllur verður lagður í Qaqortoq.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonByrjað verður í Nuuk og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist þar í haust. Vorið 2019 á svo að hefjast handa við stækkun vallarins í Ilulissat. Framkvæmdir í Qaqortoq eiga að hefjast vorið 2020, ef áætlanir grænlenskra stjórnvalda standast. Brautirnar í Nuuk og Ilulissat eru aðeins um 900 metra langar, og taka því aðeins við minni flugvélum, en markmiðið er að lengja þær upp í 2.200 metra svo þær geti tekið við farþegaþotum í beinu flugi frá útlöndum. Grafískar myndir frá flugvallafyrirtæki Grænlands, Kalaallit airports, sýna meðal annars þotu frá Icelandair á flugvöllunum fullgerðum.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Ellefu alþjóðleg verktakafyrirtæki sóttu um í forvali en af þeim völdu grænlensk stjórnvöld sex til að bjóða í verkið. Þar á meðal er Ístak í samstarfi við danska félagið Aarsleff en á listanum eru einnig verktakar frá Hollandi, Danmörku, Kína og Kanada. Ístaksmenn hafa mikla reynslu af mannvirkjagerð á Grænlandi, luku nýlega gerð nýrrar gámahafnar í Nuuk og höfðu áður reist virkjanir og skóla. Ákvörðun Grænlendinga um að bjóða kínverskum verktaka að vera með hefur hins vegar vakið meiri athygli og er sögð valda stjórnvöldum í Danmörku verulegum áhyggjum, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Vísað er til varnarsamnings Danmerkur og Bandaríkjanna um Thule-herstöðina.Vitnað er í háttsettan ónefndan danskan embættismann sem segir Dani verða að taka mið af hagsmunum sinna nánustu bandamanna, sem kæri sig ekki um að stórveldi eins og Kína nái fótfestu á Grænlandi. Rifja má upp að dönsk stjórnvöld komu nýlega í veg fyrir að kínverskt fyrirtæki keypti aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi. Hvort sem það verða íslenskir eða kínverskir verktakar, eða aðrir, sem fá flugvallagerðina, þá stefna Grænlendingar að því að allir flugvellirnir þrír verði tilbúnir eftir rúm fjögur ár, haustið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun