Norðurkóresk kol millilenda í Rússlandi þrátt fyrir þvinganir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Frá höfninni í Nakhodka á Kyrrahafsströnd Rússlands. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira