Norðmaðurinn sem grunaður er um njósnir játar að vera sendiboði Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2018 23:55 Frode Berg birti mynd af sér á snæviþöktu Rauða torginu í Moskvu daginn sem hann var handtekinn í desember síðastliðnum. Vísir/Gety Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira