Barði mann með stálröri og henti honum upp á pallbíl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 18:17 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels