Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sýndi sitt rétta andlit í gær í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Á lokamínútum leiksins tók Kylian Mbappé leikinn í eigin hendur, jafnaði metin og sýndi af hverju hann er talinn vera einn besti leikmaður heims þrátt fyrir að vera nítján ára. Fyrstu sextíu mínútur leiksins voru einfaldlega fullkomnar af hálfu Íslands.
Þrír af reynslumestu leikmönnum hópsins komu inn í liðið á ný og mátti strax sjá hvað þeir gefa liðinu, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og maður leiksins, Kári Árnason. Kári sem verður 36 ára á morgun var að leika sinn 80. leik og kórónaði frábæran leik þegar hann skoraði annað mark leiksins.
Það sást strax í upphafi leiks hvað Jóhann og Alfreð færa liðinu og skapaði Alfreð fyrsta mark leiksins. Vann hann boltann hátt á vellinum, leitupp og valdi hárréttan kost, Birkir Bjarnason afgreiddi færið vel. Frakkar voru slegnir út af laginu við þetta enda virtist viðhorf þeirra vera að Ísland væri mætt til að taka þátt í sigurhátíð þeirra. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann fengu þeir vart færi gegn sterkri vörn Íslands.
Kári minnti svo á gæði sín í föstum leikatriðum í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stangaði hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. Aftur virtust Frakkar einfaldlega vera gáttaðir á stöðunni.
Didier Deschamps brást við þessu með því að blása til sóknar sem bar loksins árangur undir lokin. Ísland missti boltann í sama horni og fyrsta mark Íslands kom upp úr, Mbappé fékk boltann og hættuleg fyrirgjöf hans fór af Hannesi í Hólmar og þaðan í netið.
Það gaf Frökkunum trú og skyndilega tók völlurinn og stuðningsmennirnir við sér. Vítaspyrna gaf svo Frökkunum jöfnunarmark sem þeir áttu alls ekki skilið á 90. mínútu eftir hetjulega frammistöðu Íslands. Hægt er að byggja heilmargt á þessari frammistöðu fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á mánudaginn.
Hársbreidd frá sögulegum sigri

Tengdar fréttir

Didier: Það eru gæði í íslenska liðinu
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, bauð ekkert upp á neinar afsakanir eftir að heimsmeistararnir mörðu jafntefli gegn Íslandi í kvöld.

Rúnar Alex tekinn út vegna bakmeiðsla
Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði í marki Íslands gegn Frökkum en fór út af í hálfleik. Erik Hamrén sagði það ekki hafa verið taktíska ákvörðun heldur hafi markmaðurinn ungi meiðst í baki.

Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins
Ísland gerði 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í vináttulandsleik í kvöld en frammistaðan var sú besta hjá liðinu eftir að Erik Hamrén tók við því.

Kári: Þurfum að skera út mistökin
Kári Árnason var aðallega svekktur eftir að Ísland missti niður 2-0 forystu gegn Frökkum í kvöld.

Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði ungstirnið Kylian Mbappe.