Fleiri leita til Stígamóta eftir gróft kynferðisofbeldi í samböndum á unglingsárum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:15 Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira