Ráðherra gerir lítið úr vandræðalegri skýrslu um áhrif Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 15:15 Niðurstöður skýrslunnar sem var lekið voru þær að Bretar muni hafa það verr efnahagslega eftir að þeir yfirgefa Evrópusambandið. Vísir/AFP Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi. Brexit Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi.
Brexit Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira