Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 15:43 Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. vísir/hanna Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna. Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna.
Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira