Wilson fór með hlutverk bóndans Hershel Greene í þáttunum á árunum 2010 til 2014. Hershel var í hópi þeirra sem gekk til liðs við Andrew Lincoln, leiðtoga andspyrnunnar, í þáttunum. Persónan missti annan fótlegginn í þriðju þáttaröðinni og lét lífið í þeirri fjórðu að því er fram kemur í frétt Variety.
Greint var frá andláti Scott á Twittersíðu Walking Dead í nótt. Fréttirnar bárust skömmu eftir að tilkynnt var að Wilson væri einn þeirra sem kæmi fram í níundu þáttaröð þáttanna, en sýningar hennar hefjast í dag. Þegar er búið að taka upp þau atriði þar sem Wilson átti að birtast.
Leiklistarferill Scott spannaði um fimmtíu ár. Hann kom fyrst fram í myndinni The Heat of the Night, en átti á ferli sínum eftir að koma fram í um fimmtíu kvikmyndum.
We are deeply saddened to report that Scott Wilson, the incredible actor who played Hershel on #TheWalkingDead, has passed away at the age of 76. Our thoughts are with his family and friends. Rest in paradise, Scott. We love you! pic.twitter.com/guNI7zSqDZ
— The Walking Dead (@TheWalkingDead) October 7, 2018