Samkvæmt frétt TMZ komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu. Henni var gefinn skammtur af Narcan, lyfi sem notað er við ofskammti. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hennar.
Lovato hefur greint opinskátt frá baráttu sinni við eiturlyfja- og áfengisfíkn í gegnum tíðina. Þá hafa margir óskað Lovato góðs bata á samfélagsmiðlum í kvöld eftir að fréttir bárust af innlögn hennar á sjúkrahús, þar á meðal söngkonan Ariana Grande og spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres.
i love u @ddlovato
— Ariana Grande (@ArianaGrande) July 24, 2018
I love @DDLovato so much. It breaks my heart that she is going through this. She is a light in this world, and I am sending my love to her and her family.
— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) July 24, 2018