Er staðan hjá Mourinho og Pogba jafnslæm og segir á þessari forsíðu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 09:00 Paul Pogba og Jose Mourinho. Vísir/Getty Hvað áttu að gera þegar deilur knattspyrnustjórans þíns og stærstu stjörnu liðsins eru orðnar efni í dramatískar forsíður ensku blaðanna? Manchester United er í slíkri stöðu og margir bíða forvitnir eftir útkomunni. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, lét Paul Pogba fá fyrirliðabandið í fyrsta leik tímabilsins á móti Leicester City þar sem Pogba skoraði og Manchester United vann. Ummæli Paul Pogba eftir leikinn komu því mörgum á óvart. Það er bæði það að Pogba hefur verið mjög latur við að gefa enskum fjölmiðlamönnum viðtöl en líka það að United liðið var nýbúið að vinna góðan sigur. Pogba var hins vegar ósáttur og hann var ekkert að fela það í þessu viðtali þar sem franski heimsmeistarinn sagði meðal annars að hann gæti ekki sagt satt frá því annars yrði hann bara sektaður. Þetta viðtal Frakkans var eins og olía á eld hvað varðar sögusagnir um slæmt samband á milli Pogba og knattspyrnustjórans Jose Mourinho. Enska slúðurblaðið Sun slær upp ansi sláandi stöðu á samsiptum þeirra á forsíðu sinni í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan.Þar halda blaðamenn Sun því fram að Jose Mourinho hafi verið mjög ósáttur við þetta viðtal Pogba og að portúgalski stjórinn hafi skipað leikmanninum að tala við sig en ekki fjölmiðla ef að það væri eitthvað vandamál. Samkvæmt forsíðu Sun þá átti Pogba þá að hafa bent Jose Mourinho að tala við sig í gegnum umboðsmanninn sinn. Paul Pogba hefur verið mikið orðaður við Barcelona og það má búast við því að sögusagnir um brotthvarf hans frá Old Trafford verði sprellilifandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar í Evrópu. Það verður síðan mjög fróðlegt að fylgjast með framvindu mála og sjá hvert hlutverk Paul Pogba verður í leik helgarinnar hjá Manchester United sem er á móti Brighton & Hove Albion á sunnudaginn. Mun Paul Pogba spila þann leik? Verður hann áfram með fyrirliðabandið? Mun hann halda áfram að tala til Jose Mourinho í gegnum fjölmiðla? Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Hvað áttu að gera þegar deilur knattspyrnustjórans þíns og stærstu stjörnu liðsins eru orðnar efni í dramatískar forsíður ensku blaðanna? Manchester United er í slíkri stöðu og margir bíða forvitnir eftir útkomunni. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, lét Paul Pogba fá fyrirliðabandið í fyrsta leik tímabilsins á móti Leicester City þar sem Pogba skoraði og Manchester United vann. Ummæli Paul Pogba eftir leikinn komu því mörgum á óvart. Það er bæði það að Pogba hefur verið mjög latur við að gefa enskum fjölmiðlamönnum viðtöl en líka það að United liðið var nýbúið að vinna góðan sigur. Pogba var hins vegar ósáttur og hann var ekkert að fela það í þessu viðtali þar sem franski heimsmeistarinn sagði meðal annars að hann gæti ekki sagt satt frá því annars yrði hann bara sektaður. Þetta viðtal Frakkans var eins og olía á eld hvað varðar sögusagnir um slæmt samband á milli Pogba og knattspyrnustjórans Jose Mourinho. Enska slúðurblaðið Sun slær upp ansi sláandi stöðu á samsiptum þeirra á forsíðu sinni í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan.Þar halda blaðamenn Sun því fram að Jose Mourinho hafi verið mjög ósáttur við þetta viðtal Pogba og að portúgalski stjórinn hafi skipað leikmanninum að tala við sig en ekki fjölmiðla ef að það væri eitthvað vandamál. Samkvæmt forsíðu Sun þá átti Pogba þá að hafa bent Jose Mourinho að tala við sig í gegnum umboðsmanninn sinn. Paul Pogba hefur verið mikið orðaður við Barcelona og það má búast við því að sögusagnir um brotthvarf hans frá Old Trafford verði sprellilifandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar í Evrópu. Það verður síðan mjög fróðlegt að fylgjast með framvindu mála og sjá hvert hlutverk Paul Pogba verður í leik helgarinnar hjá Manchester United sem er á móti Brighton & Hove Albion á sunnudaginn. Mun Paul Pogba spila þann leik? Verður hann áfram með fyrirliðabandið? Mun hann halda áfram að tala til Jose Mourinho í gegnum fjölmiðla?
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira