Fótbolti

Tók Norður-Írland fram yfir Skotland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
O'Neill á EM.
O'Neill á EM. vísir/getty
Michael O'Neill skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnusamband Norður-Írlands en hann hefur náð mögnuðum árangri með knattspyrnulandslið þjóðarinnar.

Nýi samningurinn er til fjögurra ára en það er lengsti samningur sem þjálfari hefur gert við sambandið. Hann átti tvö ár eftir af gamla samningnum og nýi samningurinn er til 2024.

O'Neill mun því stýra liði Norður-Íra fram yfir næstu tvö EM sem og HM árið 2022.

Skotar höfðu boðið O'Neill að taka við skoska landsliðinu af Gordon Strachan en hann afþakkaði það.

Undir stjórn O´Neill fór norður-írska liðið í 16-liða úrslit á EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×