Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2018 12:00 Karlmaður hefur verið ákærður í tengslum við líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum haustið 2016. Vísir/Óskar P. Friðriksson Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling. Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling.
Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00