AC Milan situr í 7. sæti ítölsku deildarinnar með 44 stig eftir sigur gegn Roma í stórleik dagsins.
Leik Juventus og Atalanta var aflýst og því var þetta eini leikur kvöldsins.
Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en strax í byrjun seinni hálfleiksins skoraði Patrick Cutrone og kom AC Milan yfir.
Davide Calabria kom AC Milan síðan í 2-0 á 74. mínútu og það reyndust lokatölur leiksins.
Eftir leikinn er Roma í 5. sæti deildarinnar með 50 stig.
AC Milan vann Roma

Tengdar fréttir

Lazio í þriðja sætið │Emil og félagar töpuðu
Emill Hallfreðsson sat allan leikinn á varamannabekk Udinese í tapi gegn Sampdoria í dag en leikurinn endaði 2-1.