Telur hunda sína hafa stöðvað innbrot í Mosfellsbæ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 10:45 Fenrir og Freyja, eftir varðstörf gærkvöldsins. Elísa Elínar Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa.
Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47
Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent