Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Göngin eru hönnuð til að rúma strandferjur Hurtigruten. Nú hefur félagið gefið út að skip þess muni ekki nota göngin. Grafík/Stad Skipstunnel Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30