Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:30 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu kveðst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57