„Það eru örfá nöfn sem stinga í augun þegar listinn yfir lið sem keppt hafa í úrslitum í íslensku bikarkeppninni í fótbolta. Þar má sérstaklega nefna árið 1968.“
„Þá urðu ÍBV bikarmeistarar eftir nauman sigur á B-liði KR.“ Þessu sagði Stefán Pálsson frá í Fornspyrnunni í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld.
„Hvernig gat B-lið komist alla leið í úrslitin? Það er saga að segja frá því.“
„Rauða ljónið Bjarni Fel var frá keppni þetta tímabilið vegna veikinda og tók að sér að stýra B-liðinu. Liðið æfði að öðru leiti með aðalliði félagsins þangað til eftir leik KR-A og KR-B í 8-liða úrslitum.“
„A-liðið var á fullu að undirbúa ferð á útivöll í Evrópukeppni og fannst því fínt að dragast á móti léttum mótherja. Fyrirliðinn Ellert B. Schram ákvað meira að segja að sleppa leiknum og fara frekar á ráðstefnu fyrir unga Sjálfstæðismenn í útlöndum.“
„En B-liðið sýndi enga miskunn. Í kjölfarið fékk B-liðið ekki að taka þátt með A-liðinu á æfingum. Í undanúrslitum voru andstæðingarnir Valsmenn sem aftur vanmátu B-liðið.“
Þessa skemmtilegu frásögn má sjá í sjónvarpsglugganum með fréttinni.
Fornspyrnan: Sagan af því þegar B-lið KR fór í bikarúrslit
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn




Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn
